BLOGGIÐ

08 mars 2007

Næsta heimili


Við Edda skrifuðum undir leigusamning í dag og erum því komin með íbúð í Berkeley. Flytjum út 3. september og eins og Svala Björgvins söng í laginu forðum daga: "Ég hlakka svo til". Ekki spillir fyrir að maður missir af meirihluta næsta vetrar en að mínu mati eru vetur og kuldi viðbjóður.


Nokkrar ferðir hafa verið planaðar úti. Við Edda ætlum að fara í tveggja vikna lúxusferð til Hawaii í september, helgarferð til Hollywood, húsbílaakstur um Bandaríkin í eina til tvær vikur og svo kíkir Maggi vonandi í heimsókn og við skellum okkur á pókermót í Las Vegas . Þetta verður schnilld.







Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli