BLOGGIÐ

30 apríl 2004

Á döfinni og svo smá nördaflipp


Þá er Reikningshaldi II prófi lokið og gekk það bara prýðilega. Next up er að drekka bjór og horfa á ofubandið Touch spila fyrir dansi á Stúdentakjallaranum í kvöld. Vakna svo endurnærður í fyrramálið, nokkrum heilasellum fátækari, til að takast á við hressandi Rekstrarhagfræði II lærdóm.

Nördarekstrarhagfræðispakmæli dagsins: "Óöfundsverður er sá maður sem er staddur í horni sínu á samningskúrfunni í Pareto-jafnvægi."



29 apríl 2004

Kómísk þjófavörn


Fór uppí VRII áðan að prenta út glósur. Er ég gekk inn blasti við mér stór klósettpappírpoki. Á honum var miði sem á stóð: "Aldís á, ekki stela!" Þótti mér þetta uppátæki sérdeilis prýðilega sniðugt og er ég nú að íhuga að setja miða á útidyrahurðina sem á stendur: "Lindi og Edda búa hér, ekki brjótast inn!"



27 apríl 2004

Sniðug mynd ?


Spurning hvort maður færi á ÞESSA mynd í bíó.



Af óendanlegum kjánaskap


Fékk bréf innum lúguna í dag og hljóðar það svo:

Kæri viðtakandi!
Er ekki pláss í geymslunni ?
Nennirðu ekki að fara með þetta drasl í endurvinnsluna ?
Ertu ráðalaus ?
Engar áhyggjur! Við tökum flöskurnar af ykkur FRÍTT!!!
Þann 28. apríl munum við ganga um hverfið og safna flöskum.

Unglingaathvarfið Amtmannsstíg

Hverslags heimskulega sjónvarpsmarkaðsauglýsingatækni er hér á ferð eiginlega ? Ef það væri ekki pláss í geymslunni hefði ég aldrei sett dósirnar mínar þangað, ef ég nennti ekki að fara með þær í Endurvinnsluna þá hefði ég ekki safnað þeim saman og NEI, ég er ekki ráðalaus, ég get hent þeim í ruslið ef mér sýnist og hef því engar áhyggjur. Og til að toppa vitleysuganginn er orðið "FRÍTT" bæði feitletrað og undirstrikað með þremur hrópmerkjum fyrir aftan það. Ó frábært, takk Unglingaathvarfið Amtmannsstíg fyrir að rukka mig ekki fyrir þessa frábæru þjónustu ykkar !

P.S. Unglingaathvörf eru eflaust mjög góð og gagnleg, sem og flestur kjánaskapur. Þetta er bara ekki einn af þeim kjánasköpum (orðið kjánaskapur er hér notað í fleirtölu, þó að ekki sé til heimildir um það í íslenskum orðabókum).



25 apríl 2004

Góð fjárfesting


Um daginn keypti ég mér 10 nákvæmlega eins pör af sokkum. Gamla sokkasafnið, sem innhélt innihélt fjölmörg afbrigði af sokkaútfærslum, fór í kjölfarið beinustu leið í ruslið.

Í dag vakna ég áhyggjulaus á hverjum morgni, því ég veit að sama hvað á dynur, þá er ég að minnsta kosti í samstæðum sokkum.



24 apríl 2004

Topp 15 listinn


1. Radiohead - O.K. Computer
2. Sigurrós - Ágætis byrjun
3. Prodigy - Music for the Jilted Generation
4. Metallica - Black Album
5. Radiohead - The Bends
6. Air - Moon Safari
7. Metallica - Master of Puppets
8. Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the Infinite Sadness
9. The Streets - Original Pirate Material
10. The Notwist - Neon Golden
11. Coldplay - A Rush of Blood to the Head
12. Mínus - Halldór Laxness
13. Oasis - Whats the Story (Morning Glory)
14. Gus Gus - Polydistortion
15. Beck - Odeley




21 apríl 2004

Hagfræðilega endurskoðaður málsháttur


Betri er ein gæs í hendi en tvær í skógi, nema að verðmæti einnar gæsar sé meira en kostnaðurinn við að veiða þær báðar.



19 apríl 2004

Kitlaðu heilann þinn


If the day before two days after the day before tomorrow is Monday, what day is today?



18 apríl 2004

Af ættfræði


Haldiði að Egill Skallagrímsson sé ekki bara langalanga........afi manns, eins og eflaust margra Íslendinga. En hverjum er svosem ekki sama ?






17 apríl 2004

Lag dagsins


Loksins búinn að ná mér í Pavement diskinn sem var í ofspilun hjá mér veturinn 96-97. Af því tilefni ákvað ég að skella einu snilldarlagi með þessari frábæru hljómsveit hér á síðuna.






15 apríl 2004

Mikill hressleiki


Já, nú er ég bara stoltur af sjálfum mér. Er búinn að læra tölfræði í samtals 11 klukkustundir í dag þegar búið er að draga frá litlar pásur inná milli. Himnarnir hafa opnast og nú sé ég m.a. binomial raðir, poisson dreyfingar, öryggismörk og covarianca í nýju ljósi. Því ætla ég að leggja fyrir yður hressandi gátu:


Þú ert á lítilli eyju þar sem aðeins eru starfræktir tveir barir og eiga þeir 100 bjóra hver. Crazy Conversation Bar á 60 Tuborg og 40 Corona, en hinn, Love Everything Bar, 40 Tuborg og 60 Corona. Þú rambar inná annan hvorn barinn, svo ölvaður/ölvuð að þú hefur ekki hugmynd á hvorum barnum þú ert. Þú drekkur þar tólf bjóra, 8 Tuborg og 4 Corona, sem hafa verið valdir af handahófi af barþjóninum. Hverjar eru líkurnar á því að þú sért á Love Everything Bar ?


Jamm, eins og sést á þessu dæmi getur tölfræði verið lífsnauðsynleg undir vissum kringumstæðum. Svarið má nálgast HÉR.



14 apríl 2004

Ég ætla...


...að lesa nýútgefna bók Donald´s J. Trump, "How to get rich", í sumar. Maður sem hefur verið tekin alvarlega í öll þessi ár með svona skelfilega hárgreiðslu hlýtur að hafa eitthvað merkilegt fram að færa.



13 apríl 2004

Niðurtalning(ar)


9 dagar í Violent Femmes. 32 dagar í sumarfrí. 42 dagar í Pixies. 82 dagar í Metallica. 121 dagur í Costa Del Sol. 181 dagur í kvartaldarafmæli. 255 dagar í jólapakka. 262 dagar í áramótin. 365 dagar í að ár sé liðið.



11 apríl 2004

Leiðindi


Var að enda við að horfa á The Passion Of Christ. Flott mynd, en hundleiðinleg. Fer ekki í DVD safnið.



07 apríl 2004

Vertu forsjál(l)


Snilldarbandið Touch heldur tónleika á Rauða Ljóninu í kvöld klukkan 21:30. Þessir góðvinir mínir eiga eftir að verða stærri en Eminem í framtíðinni, og því ekki vitlaust að skella sér á þessa fríu tónleika áður en miðaverð og biðraðir fara uppúr öllu valdi. Nú er bara að vona að þeir taki Svartan Afgan í fjórum fjórðu.



06 apríl 2004

Glymrandi hamingja


Pixies munu halda aðra tónleika 25. maí. Ég ætla ekki að missa af þeim snilldartónleikum og vona ég að sem flestir vinir og vandamenn geri slíkt hið sama.



Smá input


Búinn að vera að basla við vel stórt reikningshaldsverkefni undanfarna daga, lokaður frá umheiminum, og því hef ég bara ekki haft neitt sniðugt að segja á þessari blessuðu síðu.

Ég vil þó biðja þær tvær manneskjur sem fóru í Skífunna fyrir tilstillan bloggsins hér að neðan afsökunar, mér datt ekki í hug að einhver myndi falla fyrir 1. apríl gabbi ÞEGAR DAGSETNINGIN ER BEINT FYRIR OFAN TEXTANN !



01 apríl 2004

Góð kaup


Fór í Skífuna á Laugavegi áðan og keypti mér 5 DVD diska á útsölunni. Shawshank Redemption, Pulp Fiction, Snatch, Meet the Parents og Happy Gilmore á 199 kr. stykkið. Bara snilld. Verst að ég átti ekki meiri pening því þá hefði ég keypt vel á þriðja tug af prýðilegum bíómyndum.