BLOGGIÐ

22 febrúar 2005

Úr Conan O´Brian


Fyrir nokkru komu tveir menn, sem lesa inná Simpsons þættina, í þátt Conan O´Brian. Kumpánar þessir vöktu mikla lukku, sem endurspeglast í því að yfir 40% áhorfenda í sal misstu þvag af hlátri. HÉRNA er smá brot frá þessari snilldarheimsókn.



21 febrúar 2005

Örstutt innslag


Tæknibær í Skipholti er málið. Hef sjaldan, ef nokkurn tímann, lent í annarri eins snilldarþjónustu. Bara ánægður með þetta fyrirtæki.



18 febrúar 2005

Tengill


ÞETTA er alveg ágætt og tími til kominn að tengja...



16 febrúar 2005

Rússkíj Karamba





15 febrúar 2005

Gáta dagsins



14 febrúar 2005

Stofubreyting


Já, eins og sjá má hefur stofan okkar tekið talsverðum breytingum. Af því tilefni hef ég fundið upp á nýyrði til að lýsa sjálfum mér, stofustoltur. Fólki er því óhætt að benda á mig út á götu og segja: "Þarna gengur Lindi og er hann stofustoltur mjög".





13 febrúar 2005

Svona var sumarið ´92


Ég er búinn að vera duglegur undanfarið við að grafa upp gamalt efni og kynna það (aftur) fyrir lesendum. Þetta innslag er engin undantekning á því. Ég álpaðist nefnilega á lagið Kinky með hljómsveitinni Tennurnar hans afa. Þetta lag gerði allt vitlaust sumarið ´92, eins og flestir ættu að muna. Hljómsveitin sást síðan taka lagið í myndinni Veggfóður, en hvarf síðan af yfirborði jarðar. Lag þetta er þó engan veginn laust við hallærisheit, en þau eru ríkjandi í því frá upphafi til enda. Þú getur nálgast lagið HÉR.



09 febrúar 2005

Videoleiguþvæla - Episode II : Lindi strikes back


Titill: Vegna kröfu 482404
Frá: Erlendur Davíðsson (erlendd@hi.is)
Dagsetning: mið, febrúar 9, 2005
Til: intrum@intrum.is
Forgangur: Hár


Góðan daginn.


Þetta bréf er skrifað vegna kröfu ykkar á hendur mér.


Fyrir nokkrum mánuðum síðan fékk ég rukkun frá ykkur vegna skuldar við Videoheima að upphæð kr. 2000,-. Hringdi ég næsta dag eftir að þessi rukkun hafði borist mér og tjáði þjónustufulltrúa ykkar að þessi krafa væri ekki réttmæt, þar sem að engri spólu hafi ég skilað of seint. Tjáði þjónustufulltrúi ykkar mér að hún myndi láta forsvarsmenn Videoheima vita af þessu.


Nokkru síðar fékk ég aðra rukkun frá ykkur. Aftur hringdi ég uppeftir til ykkar, og var mér þá tjáð að fyrri yfirlýsing mín hafi ekki verið tekin trúanleg. Aftur lýsti ég yfir sakleysi mínu í þessu máli og var ég þá spurður hvort ég hefði fengið skilamiða, þ.e. kvittun fyrir því að ég hafi skilað spólunni á réttum tíma.


Engan skilamiða fékk ég frá Videoheimum, enda tíðkast það ekki að vídeoleigur, hvorki þessi né önnur, afhendi slíka miða við hver skil. Ef að önnur vinnubrögð tíðkast á Videoheimum, þ.e. að hver og einn kúnni fái "skilamiða" við hver skil óska ég hér með eftir gögnum um það.


Ég mótmæli þessari kröfu og mun mótmæla henni fari hún fyrir dóm. Krefst ég þess ennfremur að hún verði afmáð. Verði það gert verða ekki frekari eftirmál af minni hálfu.


Erlendur Davíðsson
kt. 111079-3079


Fylgist með lokauppgjöri þessarar hörkuspennandi trílógíu, en síðasta hluta hennar er að vænta fljótlega.



02 febrúar 2005

Af vitleysugangnum þekkið þér sveppaæturnar


Íslenska reggí hljómsveitin Hjálmar fékk íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum "Rokkplata ársins". Ástæðuna má eflaust rekja til óhóflegs sveppaáts íslensku tónlistarelítunnar.