BLOGGIÐ

23 janúar 2007

London baby!


Farinn til London fram á sunnudag. Verst að maður missir af öllum leikjum Íslands í milliriðlinum. En ég fæ vonandi að fylgjast með hetjunum okkar spila í undanúrslitunum og vinna þessa keppni.





16 janúar 2007

Ánægja


Dagurinn var ótrúlega hressandi og er allt útlit fyrir að ég sé kominn með framtíðarstarf að náminu loknu. Ekki spillir fyrir að staðan er á sviði fyrirtækjafjármála en á þeim vettvangi hef ég brennandi áhuga á að starfa. Vegna þessa pantaði ég nokkrar vel valdar bækur af Amazon í dag og verða þær lesnar á önninni samfara lestri skólabóka. Það er því lítið sjónvarpsgláp fyrir mig næstu mánuðina.



10 janúar 2007

Einkunnagleði


Nú eru allar einkunnir jólaprófanna komnar í hús og verð ég að viðurkenna að þær fóru fram úr björtustu vonum. Bara sáttur.


Jólafríið var einstaklega hressandi, mikill póker var spilaður, ferna var tekin á djamminu og er ég rétt að ná mér núna eftir þá geðveiki. Við taka hressandi fyrirlestrar í ýmsum fögum fram á sumar og í lok þess flytjum við Edda vonandi til U S and A (its nice, I like). Ekki slæmt að njóta kannski næstu jóla á brimbretti með hamborgarhrygg í annarri. Later.



09 janúar 2007

Nýárs-Dilbert


Megi árið vera jafn hressandi fyrir ykkur og þessi myndasaga.