BLOGGIÐ

24 desember 2004

Hó hó hó...


... gleðileg jól.



22 desember 2004

Ble...


Var á hagfræðidjammi rétt áðan og fékk yfir 15 handatök og þakkir frá fólki sem ég hef séð í tímum, en kannast ekki neitt við. Þetta fólk vildi allt þakka mér kærlega fyrir glósur úr meðal annars Tölfræði II, Hagrannsóknum I eða Þjóðhagfræði II. Þar sem ég lét aðeins þrjár manneskjur hafa þessar glósur er greinilegt að þetta hefur allt dreifst út, sem er allt í góðu. Kallinn mun áfram dreifa út brilliant glósum, þannig að fólk sem fylgist ekki með í tímum getur alveg eins sleppt því að mæta og reytt sig á Lindann sinn. Allt fyrir ykkur sem málið varða. Er blindfullur núna að blogga þetta núna... veit ekkert hvað ég er að gera... jamm, jamm, og að lokum, æi, veit ekkert hvað ég á að skrifa þannig að enn og aftur, góðar stundir.


P.S. Ef það eru einhverjar stafsetningarvillur hér að ofan vil ég biðja Eirík Hugsjónardrusluhöfund og gagnrýnanda stafsetningar minnar, kærlega afsökunnar.



19 desember 2004

Truflun


Við konan vorum vakin klukkan 6 í nótt þegar "ástsælir" nágrannar okkar komu heim úr bænum, smelltu ÞESSU lagi í spilarann og blöstuðu græjurnar sínar í hvínandi botn. Þótti okkur þetta miður skemmtilegt, þar sem við fórum bæði að sofa um 3 og ætluðum að vakna klukkan 8. Eyrnatappar dugðu ekki til, og því þurfti ég að hringja á lögregluna þegar nokkur lög höfðu runnið í gegn og ljóst var að þau voru ekkert að fara að slökkva á græjunum í bráð. Á dauða mínum átti ég von á, en ekki að ég myndi nokkurn tímann hringja í lögregluna vegna hávaða. Lögreglan kom skömmu síðar og tók græjurnar úr sambandi. Þessi svefnröskun hefur valdið mér miklum óþægindum í próflestrinum í dag. Helvítis drasl...



18 desember 2004

Tilfinninga"flóð"


Próf eftir fjóra tíma. Ekki að fíla það...



13 desember 2004

Sláandi staðreynd


Annar hver maður er undir meðalgreind.



08 desember 2004

Brilliant Stungun remix



Eins og margir vita var nýlega í gangi keppni þar sem þáttakendur áttu að remixa lag með Quarashi. Rakst á eitt lag í þessar keppni sem mér finnst óendanlega mikil snilld. Stungun með Quarashi er prýðilegt, en þetta er "da shæt", og ætti ekki að fara framhjá neinum. Lagið má nálgast HÉR. Peace out my blancos!



06 desember 2004

Radíus-flugur


"Flugurnar" með Radíus-bræðrum hafa svo sannarlega komið sér vel í prófatörninni. Þegar maður er að verða óendanlega pirraður á útreikningum um t.a.m. fjárþarfir fyrirtækja vegna áætlaðrar tekjuaukningar, er fátt betra en að stoppa, hlusta á tvær flugur og halda svo áfram.



Lesendum til yndisauka fylgja þrjár flugur með þessu bloggi. Góðar stundir.


- Pizza
- Hommanes
- Ostatöng



02 desember 2004

Team America - World Police...


... er snilldarmynd, enda kannski ekki við öðru að búast þegar hún kemur frá snillingunum Trey Parker og Matt Stone. Auk óendanlegs ádeilu-húmors, ruddalega grófra kynlífsatriða og fjöldamorða á Hollywood-stjörnum eru fullt af snilldarlögum í myndinni, en eitt þeirra má einmitt nálgast HÉR. Mæli óhikað með þessu stykki. Sjáðu því myndina eða vertu ferningur!