BLOGGIÐ

22 febrúar 2007

Nautn


Fyrir ca. 10 árum síðan sá ég stuttmynd sem gerð var af þáverandi meðlimum fjöllistahópsins gusgus. Fann hana á netinu í dag og er óhætt að segja að hún er enn bara nokkuð hressandi. Myndin skartar Daníeli Ágústi og Emílíönu Torrini í aðalhlutverki og fjallar um... tja, ef þú vilt drepa 15 mínútur mæli ég með að þú smellir á myndina hér að neðan. Ef þú hefur ekki 15 mínútur til að drepa skil ég ekki hvað í ósköpunum þú ert að gera hérna.





09 febrúar 2007

Tvíhöfðinn minn er snúinn aftur


Það er svo sannarlega hressandi að geta sest við útvarpið á sunnudögum og hlustað á Tvíhöfðann sinn. Þættirnir eru klárlega búnir að standast allar mínar væntingar og gott betur en það. Hápunkturinn hingað til er þó eflaust þegar "hlustandi" hringdi inn og var hann allt annað en sáttur við framkoma fjölmiðla gagnvart Guðmundi í Byrginu. Ef þú heyrðir það ekki bendi ég þér á að fara á heimasíðu RÚV og hlusta á þátt númer fjögur.


Annars áskotnuðust mér nokkrir þættir af Hótel Volkswagen nýlega, en þeir þættir voru í umsjón Tvíhöfða á Rás 2 árið 1994. Húmorinn nokkuð vel steiktur, en ef þú hefur áhuga geturðu smellt HÉR og kynnt þér hann nánar.






03 febrúar 2007

Jó!

Kom heim frá London á sunnudaginn og verður það að segjast að ferðin var hin prýðilegasta. Hápunkturinn var þó eflaust þegar Hr. Eggert Magnússon bauð okkur á West Ham - Watford. Þar fengum við þvílíka móttöku, þríréttuð máltíð í lúxussal vallarins, frítt áfengi og frábær sæti á vellinum, allt í boði Eggerts. Ljóst er að þessi heimsókn á eflaust eftir að vera í höfði mínu um ókomna tíð.



Annars er bullmikið að gera í skólanum og ég er jafnvel að íhuga áfengisbindindi fram yfir vorpróf. Ef eitthvað virkilega merkilegt dettur inn getur maður þó kannski endurskoðað það.


Það er nú staðfest að við Edda flytjum til BNA í byrjun september og erum við búin að henda inn auglýsingu eftir íbúð í Berkeley. 7 mánuðir eftir á Íslandi!