BLOGGIÐ

31 janúar 2005

Dilbert dagsins





25 janúar 2005

Kynntu þér South Park


Það er ekkert lítið hvað 8. serían af South Park er óendanlega steikt snilld. Síðasti þáttur seríunnar er þó bókstaflega geðveikur og því hef ég ákveðið að gefa þér, lesandi góður, tækifæri á að kynna þér þessa geðbilun. Til að nálgast þáttinn skaltu smella HÉR. Viðkvæmu fólku er þó ráðlagt að gera það ekki.


Ath. Þú þarft RealPlayer til að spila þáttinn. Ef þú ert ekki með það forrit getur þú nálgast það HÉR.



20 janúar 2005

Rusl dagsins...


...er myndin Alexander. Heilir þrír klukkutímar af leiðindum. Hef ekki séð annan eins viðbjóð í langan tíma.



18 janúar 2005

Listi yfir tvö prýðilegheit* sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara


1. Myndin Million Dollar Baby eftir Clint Eastwood. Prýðismynd, prýðishandrit og prýðilegir leikarar. Þessi mynd er ekkert annað en stök prýði (viðkvæmum er þó bent á að prýðilegt getur verið að hafa vasaklút við hendina).


2. CSI : New York. Sama formúla og í hinum þáttunum nema búið er að taka út öll hallærislegheit. Gary Sinise stendur sig með stakri prýði.


Lesendur mega í framhaldi þessa lista búast við því að orðið prýðilegt verði ekki notað á síðunni aftur á þessu ári.


* Prýðilegheit er ekki til í fleirtölu í íslensku, en ég tek mér leyfi til þess að gera það hér.



15 janúar 2005

Pizzahöllin, skítapleis


Kem varla orðum yfir vitleysuganginn sem ég lenti í í samskiptum mínum við Pizzahöllina í kvöld og kom mér því bara beint að efninu í titli þessa innslags. Legg bara til að þú lesandi góður beinir aldrei viðskiptum þínum til þessarar sveittu rottubúllu.





13 janúar 2005

+ -


24 stóð undir væntingum, niðurlögn X-ins olli vonbrigðum.



12 janúar 2005

Gleðistund


Var að komast yfir fyrstu 4 þættina af nýju 24 seríunni. Vá hvað ég hlakka til að kíkja á kvikindið í kvöld.



10 janúar 2005

Videoleiguþvæla


Fyrir þó nokkru síðan fékk ég bréf frá Intrum Justica þar sem mér var gert að greiða fyrir vídeóspólu sem ég á að hafa skilað seint árið 2002. Hringdi ég uppeftir í þá og tjáði þeim að þetta væri einhver misskilningur, þar sem ég hafi ekki skilað neinni spólu of seint. Sagði þjónustufulltrúinn þá mér að þeir myndu láta Videoheima vita af þessari yfirlýsingu minni. Í dag fékk ég síðan annað bréf. Hringdi aftur uppí Intrum og tjáði þeim að ég hafi hringt til þeirra áður og sagt þeim að þetta væri misskilningur. Segir þá þjónustufulltrúinn við mig að þessu hafi verið komið til skila til Videoheima, en þeir ekki tekið mig trúanlegan. "Á nú að fara að rukka mig fyrir spólu sem ég skilaði á réttum tíma auk allhás rukkunarkostnaðar ?" spyr ég. "Ertu með skilamiða ?" spyr hún á móti.

Nú spyr ég: "Hver biður um skilamiða í hvert einasta skipti sem hann skilar mynd og geymir þá síðan?"



06 janúar 2005

Myndin National Treasure...


... er eitt mesta rusl sem ég hef nokkurn tímann séð. Handritið er ekkert annað en illa skrifuð eftirherma fyrir þroskahefta af DaVinci Code, leikurinn skelfilegur og lotningin yfir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjana og mönnunum á bak við hana kallar fram flökurleika. Hreinn og klár óbjóður í alla staði. Hauskúpa á kvikindið!