BLOGGIÐ

29 október 2005

Þannig fór nú það


Fór á opnun BT í Smáralind í dag. Mætti rétt fyrir 9 og höfðu þá þegar safnast saman nokkur hundruð manns í röð. Varð því að sætta mig við að þetta væri ekki dagurinn sem ég eignaðist Playstation. Ekkert Singstar í kvöld, sem er kannski ágætt þar sem ég kann ekkert að syngja.



28 október 2005

WTF ?


Hvað í ósköpunum var í gangi í þættinum með Silvíu Nótt í gær?



25 október 2005

Í dag...


... tókst mér að setja upp þráðlaust net heima. Þetta small allt saman eftir miklar hremmingar og leiðindi, en m.a. kallaði ég einn starfsmann tölvufyrirtækis "lygadurg" eftir að hann hafði logið beint upp í opið geðið á mér. Geri aðrir betur.



17 október 2005

Dabbi rapp


Í ljósi nýlegra atburða eiga lesendur nú kost á því að hlusta á viðtal Útvarps Rapps við Davíð Odds, en þar fara snillingarnir í Radíus alveg á kostum. Viðtalið má nálgast HÉR.



13 október 2005

Rugl


Þetta er nú meiri vitleysan. Hef að vísu ekkert kynnt mér málið og ætla ekki að gera það. Ég ætla þó að gerast svo djarfur að halda því fram að ekki sé ólíklegt að allir dómararnir í þessu máli hafi tekið vænan skammt af vitleysupillum (crazy-pills).



11 október 2005

Tíminn líður hratt


4 ár í þrítugt. Össss....



06 október 2005

Frábær atferlisbreyting


Nýlega tók ég upp á því að setja sjónvarpið alltaf á mute þegar fólki í röðum Vinstri-Grænna er leyft að tjá sig í þeim miðli. Frá því að ég byrjaði á þessu hefur fjöldi pirringskasta og bjánahrolla lækkað um rúm 70%. Alveg magnað.



04 október 2005

Dillari dagsins


Ég er alveg að fíla nýja single-inn með Jamiroquai og er hann einnig vel dill-hæfur. Þeir sem vilja taka smá útúrdúr frá daglegu amstri og dilla léttan bossa ættu að blasta hátalarana og smella HÉR.