BLOGGIÐ

30 apríl 2006

Shhiittt...


... hvað heimasíða Silvíu Nætur er rugl flott. Man nú bara ekki eftir því að hafa séð annað eins.



29 apríl 2006

Væri ég til í bjór núna?


Já, en því miður er eins og ég búi á Íslandi árið 1987. Algert bjórbann. Osvei!



26 apríl 2006

Dilbert dagsins





25 apríl 2006

Lestur


Undanfarna daga hef ég setið yfir lærdómi og verður að segjast að hann er misskemmtilegur. Mikill lestur kemur þó ekki í veg fyrir að ég gluggi í bókina All About Hedge Funds rétt fyrir svefn hvert kvöld. Bókin fékk verulega góða dóma á Amazon þannig að væntingarnar voru miklar, en ég er bara ekki frá því að hún hafi farið fram úr öllum mínum björtustu. Skyldulesning fyrir alla fjármálanörda!



20 apríl 2006

Hvað veist þú um Linda ?


Ég er kannski nokkrum árum eftir á en ákvað þó að setja inn smá spurningakeppni um sjálfan mig. Sigurvegurunum verður boðið í heljarinnar grillveislu í sumar. Til að taka þátt í keppninni skaltu smella HÉR.



Get ekki sofnað


Helvítis skítapakk sem býr hérna á stúdentagörðum. Fjandinn hafi það!!!



17 apríl 2006

Lærilær


Í dag er ég formlega búinn að læsa mig inni og mun ekki gera nokkuð sem ekki tengist náminu þar til 24. maí (sem þýðir að Eurovision er off, crap!). Hef svosem ekkert meira að segja í bili þannig að hér er ein hressandi Radíusfluga. Njótið.



13 apríl 2006

Amazon stendur fyrir sínu


Bækurnar komu í dag eftir 9 daga bið. Sérstaklega ánægður þar sem ég byrja að læra fyrir Hagrannsóknir II prófið á föstudaginn langa og sérstaklega brilliant glósuhefti fyrir það fag fylgdi sendingunni. Bara sáttur.



12 apríl 2006

Enron sælla minninga (eða ekki)


Eins og glöggir lesendur frétta hafa eflaust séð svaraði Jeffrey Skilling, fyrrverandi yfirmaður hjá Enron, ásökunum saksóknara í dag. Eftir að hafa horft á Smartest Guys in the Room þá einhvern veginn get ég bara ekki trúað því að kallinn hafi verið eins saklaus og hann vill halda fram. En kannski er ég bara gegnumsýrður af hlutdrægri umfjöllun... mæli allavega með myndinni.





11 apríl 2006

Kennslan búin


Í dag lauk síðustu kennslustundinni í BS náminu sem er hálf furðuleg tilfinning þar sem mér finnst eins og ég hafi mætt í fyrstu kennslustundina í gær. Það er óhætt að segja að stórvinur minn Pálmi Gunnarsson hafi haft rétt fyrir sér þegar hann söng: "Tíminn líður hratt á gervihnattaöld".



09 apríl 2006

No more jello!


Nú er ég búinn að ákveða að bjóða aldrei aftur uppá jello-skot í fögnuðum sem haldnir eru á heimili mínu. Ástæðu þessarar ákvörðunnar má rekja til þess að í morgun voru þau húsgögn sem ekki voru öll útötuð í hlaupi teljanleg á fingrum annarar handar.



05 apríl 2006

Heilræði dagsins


"If a trader says he can predict the market, stay away from him."



04 apríl 2006

Fín kaup


Missti mig aðeins á Amazon í dag og verslaði mér nokkrar bækur. Þar á meðal eru bækurnar When Genius Failed: The Rise and Fall of Long-Term Capital Management og All About Hedge Funds. Án efa stórgóðar lesningar og óhætt að segja að ég hlakki til að byrja á þeim þann 24. maí. Vúhú!


    



Vegna mikillar gleði læt ég fylgja með Radíusfluguna Séra Dúndi. Enjoy!



03 apríl 2006

Holdem crazyness


Eitt af hinum margrómuðu pókerkvöldum var haldið síðastliðinn laugardag. Níu spilarar og yfir 50 kall á borðinu. Það er óhætt að segja að hjartað hafi fengið að taka nokkra góða spretti þetta kvöld þar sem stærstu pottarnir fóru yfir 20 kall. Bara stemmari.