BLOGGIÐ

29 desember 2006

Jólapóker


Hressandi jólapóker var spilaður í gær og má með sanni segja að nett geðbilun hafi legið í loftinu. Undir lokin voru komnar tæpar 90.000 krónur á borðið og voru sumir pottarnir einstaklega veglegir. Sjálfur var ég búinn að tapa 6.000 krónum eftir klukkutíma spilamennsku og útlitið heldur dökkt. Ákvað þá að taka "klettinn" á þetta og náði að halda mér á floti í sjö klukkustundir. Tek þetta bara næst.





23 desember 2006

Vandræði með jólagjöf?


Hérna er hugmynd:




20 desember 2006

Hó hó hó


Þá er prófunum lokið og við tekur jólastemmning næstu daga. Til að koma lesendum í rétta jólafílinginn fylgir jólafluga með þessu bloggi. Gleðileg jól.






05 desember 2006

Kvikmyndagetraunin


Y: "Heyrðu við ætluðum að athuga hvort þig vantaði ekki hljómsveit. Við erum hérna með hljómsveit."


X: "Hvernig hljómsveit?"


Z: "Ja þetta er svona erótískt tölvupopp."


Y: "Trommuheilar, tölvur og svoleiðis."


X: "Erótískt?"


Úr hvaða klassísku kvikmynd er þetta, hvert var undirheimanafn X og hver lék bróður hans? Vegleg verðlaun í boði.