BLOGGIÐ

24 mars 2007

Meðmæli


Ég mæli með því að þú sjáir myndina Pan´s Labyrinth við fyrsta tækifæri. Handritið er snilld, myndataka og leikmynd hreint augnakonfekt og hljóðvinnslan mögnuð. Klárlega ein af betri myndum kvikmyndasögunnar.

12 mars 2007

Eurovision


Já, hvað á maður að segja varðandi þetta nýja Eurovision myndband? Minnir mig helst á ferðalag sjóara sem eru nýkomnir í land og á leiðinni í bæinn (með mörgum pissustoppum).


En hvað um það, áfram Ísland!

08 mars 2007

Næsta heimili


Við Edda skrifuðum undir leigusamning í dag og erum því komin með íbúð í Berkeley. Flytjum út 3. september og eins og Svala Björgvins söng í laginu forðum daga: "Ég hlakka svo til". Ekki spillir fyrir að maður missir af meirihluta næsta vetrar en að mínu mati eru vetur og kuldi viðbjóður.


Nokkrar ferðir hafa verið planaðar úti. Við Edda ætlum að fara í tveggja vikna lúxusferð til Hawaii í september, helgarferð til Hollywood, húsbílaakstur um Bandaríkin í eina til tvær vikur og svo kíkir Maggi vonandi í heimsókn og við skellum okkur á pókermót í Las Vegas . Þetta verður schnilld.