BLOGGIÐ
09 febrúar 2007
Tvíhöfðinn minn er snúinn aftur
Það er svo sannarlega hressandi að geta sest við útvarpið á sunnudögum og hlustað á Tvíhöfðann sinn. Þættirnir eru klárlega búnir að standast allar mínar væntingar og gott betur en það. Hápunkturinn hingað til er þó eflaust þegar "hlustandi" hringdi inn og var hann allt annað en sáttur við framkoma fjölmiðla gagnvart Guðmundi í Byrginu. Ef þú heyrðir það ekki bendi ég þér á að fara á heimasíðu RÚV og hlusta á þátt númer fjögur.
Annars áskotnuðust mér nokkrir þættir af Hótel Volkswagen nýlega, en þeir þættir voru í umsjón Tvíhöfða á Rás 2 árið 1994. Húmorinn nokkuð vel steiktur, en ef þú hefur áhuga geturðu smellt HÉR og kynnt þér hann nánar.