BLOGGIÐ

03 febrúar 2007

Jó!

Kom heim frá London á sunnudaginn og verður það að segjast að ferðin var hin prýðilegasta. Hápunkturinn var þó eflaust þegar Hr. Eggert Magnússon bauð okkur á West Ham - Watford. Þar fengum við þvílíka móttöku, þríréttuð máltíð í lúxussal vallarins, frítt áfengi og frábær sæti á vellinum, allt í boði Eggerts. Ljóst er að þessi heimsókn á eflaust eftir að vera í höfði mínu um ókomna tíð.



Annars er bullmikið að gera í skólanum og ég er jafnvel að íhuga áfengisbindindi fram yfir vorpróf. Ef eitthvað virkilega merkilegt dettur inn getur maður þó kannski endurskoðað það.


Það er nú staðfest að við Edda flytjum til BNA í byrjun september og erum við búin að henda inn auglýsingu eftir íbúð í Berkeley. 7 mánuðir eftir á Íslandi!






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli