BLOGGIÐ
29 desember 2006
Jólapóker
Hressandi jólapóker var spilaður í gær og má með sanni segja að nett geðbilun hafi legið í loftinu. Undir lokin voru komnar tæpar 90.000 krónur á borðið og voru sumir pottarnir einstaklega veglegir. Sjálfur var ég búinn að tapa 6.000 krónum eftir klukkutíma spilamennsku og útlitið heldur dökkt. Ákvað þá að taka "klettinn" á þetta og náði að halda mér á floti í sjö klukkustundir. Tek þetta bara næst.