BLOGGIÐ
18 október 2006
Mun Lindi kicka það með Jay-Z?
Á föstudaginn í næstu viku förum við Fannsi í heimsókn til Magga í Köben, og var stefnan sett á að vera fram yfir helgi. Nýlega áskotnuðust Magga hinsvegar VIP miðar á MTV European Music Awards, sem haldin verður í Köben fimmtudaginn 2. nóvember. Maður gat ekki slegið hendinni við slíkum miða, og því verður förin lengd um 4 daga. Efast þó um að maður sjái eitthvað af celebum í eftirpartíinu, en það er þó aldrei að vita nema maður sjái kannski mini-semi-celeb.
Þar sem það er rugl mikið að gera í skólanum verður skóladótið tekið með og stefnan sett á að læra eitthvað þarna úti. Hún Edda mín hefur þó eitthvað takmarkaða trú á því, en ég skal sko aldeilis sýna henni ;)