BLOGGIÐ
10 október 2006
Gítarhamingja
Þar sem gamli gítarinn minn varð fljótlega lítið skárri en strengir á spítu eftir stanslaus gítarpartí, nokkrar utanlandsferðir og of margar "loftferðir" hef ég nánast ekkert spilað undanfarin tvö ár. Fór því og keypti mér nýjan gítar í dag og óhætt að segja að gripurinn sé einstaklega ljúfur . Nágrannar mínir eru því beðnir afsökunar á töluverðu glamri á komandi mánuðum.
Glæsilegur er hann, ójá!