BLOGGIÐ

20 október 2006

Customer orientation: 0


Í kvöld ákváðum við Edda að gera okkur dagamun og ákváðum að panta pizzu frá Eldsmiðjunni. Hringt var og pantað og var uppgefinn biðtími 40 mínútur. Við mættum á tilskildum tíma og var okkur þá tjáð að það væru 20 mínútur í að pizzan yrði tilbúin. Við ákváðum að bíða og tókum einn laugarveg í góðum fílíng. Mættum hálftíma seinna og var okkur þá tjáð að enn væru 15 mínútur í pizzuna. Ekki leist mér á blikuna en ákvað þó að bíða. 30 mínútum síðar var pizzan tilbúin og við því búin að bíða samtals í 100 mínútur. Afgreiðslutelpan tjáir mér verðið og ég spyr hvort hún ætli að láta mig borga fullt verð, þar sem ég hafi nú beðið á staðnum í klukkutíma og þrisvar sinnum fengið rangar upplýsingar um biðtíma. Svarið var eftirfarandi (í verulega dónalegum tón): "Það er bara brjálað að gera og það gengur það sama yfir alla, þið verðið bara að ákveða hvort þið viljið bíða eða ekki". Ég svara að bragði að ég hefði nú ákveðið að bíða ekki ef ég hefði fengið réttan biðtíma í einhverju af þeim þremur skiptum sem logið var að mér. Hún svarar: "Þetta er bara svona og við getum ekkert gert í þessu, en við gefum ENGA afslætti". Þó pizzan væri tilbúin gat ég ekki undir nokkrum kringumstæðum greitt þessu fyrirtæki eina krónu og gekk út. Boðskapur sögunnar er sá, að Eldmiðjan má rotna í helvíti!






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli