BLOGGIÐ

31 október 2006

Wasabi?


Við Maggi kíktum á sushi veitingastað í kvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef fílað slíka rétti og einnig í fyrsta skipti sem ég hef næstum fengið hjartaáfall (sem átti sér stað þegar ég sá reikninginn). Sushi budget næstu fjögurra ára er því á þrotum. No more sushi for me thank you.

30 október 2006

Helgin er farin


Þá er djammhelginni lokið í Danmörku og við tekur lærdómur fram á fimmtudag þegar MTV hátíðin verður haldin. Skítakuldi og rigning hefur verið ríkjandi hérna undanfarna daga og óhætt að segja að maður hafi fyllst öfund þegar Edda hefur bjallað í mann, en hún er í San Fransisco þessa dagana í sól og hita. Hughreysti mig þó við það að við munum kannsi eyða dágóðum hluta næsta sumars þar í góðum fílíng.29 október 2006

Stemmari


Við strákarnir vorum að tjútta með Nicky Hilton á næturklúbb í gær. Celeb-hittingurinn er því þegar hafinn.26 október 2006

Stuð


Lagt verður af stað til Danmerkur á morgun og verður hressilega tekið á gininu annað kvöld. Það er ljóst að ferðin verður klárlega hressandi vitleysa.

20 október 2006

Customer orientation: 0


Í kvöld ákváðum við Edda að gera okkur dagamun og ákváðum að panta pizzu frá Eldsmiðjunni. Hringt var og pantað og var uppgefinn biðtími 40 mínútur. Við mættum á tilskildum tíma og var okkur þá tjáð að það væru 20 mínútur í að pizzan yrði tilbúin. Við ákváðum að bíða og tókum einn laugarveg í góðum fílíng. Mættum hálftíma seinna og var okkur þá tjáð að enn væru 15 mínútur í pizzuna. Ekki leist mér á blikuna en ákvað þó að bíða. 30 mínútum síðar var pizzan tilbúin og við því búin að bíða samtals í 100 mínútur. Afgreiðslutelpan tjáir mér verðið og ég spyr hvort hún ætli að láta mig borga fullt verð, þar sem ég hafi nú beðið á staðnum í klukkutíma og þrisvar sinnum fengið rangar upplýsingar um biðtíma. Svarið var eftirfarandi (í verulega dónalegum tón): "Það er bara brjálað að gera og það gengur það sama yfir alla, þið verðið bara að ákveða hvort þið viljið bíða eða ekki". Ég svara að bragði að ég hefði nú ákveðið að bíða ekki ef ég hefði fengið réttan biðtíma í einhverju af þeim þremur skiptum sem logið var að mér. Hún svarar: "Þetta er bara svona og við getum ekkert gert í þessu, en við gefum ENGA afslætti". Þó pizzan væri tilbúin gat ég ekki undir nokkrum kringumstæðum greitt þessu fyrirtæki eina krónu og gekk út. Boðskapur sögunnar er sá, að Eldmiðjan má rotna í helvíti!18 október 2006

Mun Lindi kicka það með Jay-Z?


Á föstudaginn í næstu viku förum við Fannsi í heimsókn til Magga í Köben, og var stefnan sett á að vera fram yfir helgi. Nýlega áskotnuðust Magga hinsvegar VIP miðar á MTV European Music Awards, sem haldin verður í Köben fimmtudaginn 2. nóvember. Maður gat ekki slegið hendinni við slíkum miða, og því verður förin lengd um 4 daga. Efast þó um að maður sjái eitthvað af celebum í eftirpartíinu, en það er þó aldrei að vita nema maður sjái kannski mini-semi-celeb.

Þar sem það er rugl mikið að gera í skólanum verður skóladótið tekið með og stefnan sett á að læra eitthvað þarna úti. Hún Edda mín hefur þó eitthvað takmarkaða trú á því, en ég skal sko aldeilis sýna henni ;)10 október 2006

Gítarhamingja


Þar sem gamli gítarinn minn varð fljótlega lítið skárri en strengir á spítu eftir stanslaus gítarpartí, nokkrar utanlandsferðir og of margar "loftferðir" hef ég nánast ekkert spilað undanfarin tvö ár. Fór því og keypti mér nýjan gítar í dag og óhætt að segja að gripurinn sé einstaklega ljúfur . Nágrannar mínir eru því beðnir afsökunar á töluverðu glamri á komandi mánuðum.
Glæsilegur er hann, ójá!