BLOGGIÐ
27 september 2006
Prýðileg hljóðskífa
Síðan um helgina hefur fátt annað verið í spilaranum en nýjasta afurð snillingsins Beck en hún ber nafnið The Information. Diskurinn er alveg prýðilegur fyrir utan eitt lag, sem er að mínu mati alger viðurstyggð, og var það ekki lengi að detta út af playlistanum. Þá er lagið Think Im in Love einstaklega hressandi og hefur það lag verið spilað 22 sinnum samkvæmt nýjustu tölum úr iTunes. Mæli með því að allir grípi sér eintak.