BLOGGIÐ

27 september 2006

Prýðileg hljóðskífa


Síðan um helgina hefur fátt annað verið í spilaranum en nýjasta afurð snillingsins Beck en hún ber nafnið The Information. Diskurinn er alveg prýðilegur fyrir utan eitt lag, sem er að mínu mati alger viðurstyggð, og var það ekki lengi að detta út af playlistanum. Þá er lagið Think Im in Love einstaklega hressandi og hefur það lag verið spilað 22 sinnum samkvæmt nýjustu tölum úr iTunes. Mæli með því að allir grípi sér eintak.25 september 2006

Úff


Ég er orðinn verulega súr í hausnum eftir að hafa verið að greina á milli mismunandi fjármögnunarleiða fyrir fyrirtæki í fjárþörf. En hver kannast ekki við það?22 september 2006

Gleði gleði


Þriðja serían af bandarísku útgáfu The Office hófst í gær, og er óhætt að segja að hún hefst af fullum krafti. Þeim sem hafa ekki en kynnt sér þessa snilld er bent á að gera það hið fyrsta.21 september 2006

Skipti og pirringur


Í dag skipti ég um braut og fór yfir í fjármál fyrirtækja. Breytingarnar eru þó ekki mjög miklar en af 10 námskeiðum skipti ég um 3. Ég er þó enn verulega pirraður yfir ósveigjanleika og ósanngirni sem mér var sýnd í ákveðnu máli sem ég ætla ekki að tjá mig frekar um hér öðruvísi en að benda á að þeir sem þekkja kallinn ættu að vita að barist verður til síðasta blóðdropa. Ég hef ekki sagt mitt síðasta í því máli!20 september 2006

Shakespeare-ískt Dilemma


Fjármálahagfræði eða Fjármál fyrirtækja, það er spurningin.18 september 2006

Bömmer


Fékk í bakið á laugardaginn og get enn varla gengið. That realy sucks!17 september 2006

Mesta bjánahroll ársins...


... fékk ég klárlega þegar ég horfði á Valgerði utanríkisráðherra tjá sig á Magnamóttökunni. Hlutir verða ekki mikið hallærislegri.16 september 2006

Voða lítið að gerast þessa dagana...


... og því hefur verið lítið um blogg. Það mest spennandi sem hefur gerst undanfarna daga er að ég náði að "tekka" fyrirlestrarnótur í "real-time". Nerdalert? Kannski, en stoltið má sjá HÉR.06 september 2006

Hvatning


Áfram Ísland og áfram Magni. Og hananú!01 september 2006

Sælkeradagar


Mikil sælkeratíð er nú í gangi. Fór á Sjávarkjallarann í gær, í kvöld verður farið út að borða á Við tjörnina og á morgun sýni ég listir mínar á grillinu þegar maður grillar lambalundir ofan í liðið sem verður sporðrennt niður með nokkrum flöskum af Guado Al Tasso.


Í dag byrjaði skólinn aftur og verður nú aldeilis brett fram úr ermum!