BLOGGIÐ

30 júní 2006

Nýjasta ástin í lífi mínu...


... er rauðvínið Guado Al Tasso 2001. Strax eftir fyrstu kynni ákvað ég að taka upp mottóið "Life is too short for cheap wine".24 júní 2006

Such a perfect day


Í dag er maður formlega orðinn hagfræðingur og af því tilefni hefur titli þessarar forlátu síðu verið breytt. Vú-fu**ing-hú!22 júní 2006

Lindi blindi


Fór til augnlæknis í dag og komst að þeirri merkilegu staðreynd að sjónin mín er í tómu rugli. Eftir nokkrar mælingar fékk ég gleraugu og sá veröldina allt í einu í nýju ljósi. Það er því ljóst að ég er orðinn gleraugnamaður, sem ég held að sé nú bara tómt vesen. En við sjáum til.21 júní 2006

Góður dagur í dag...


... og bætti hann vonda daginn fullkomlega upp í bókstaflegri merkingu. Bara sáttur.


Útskrift næsta laugardag og ekki hægt að segja annað en að það sé töluvert hressandi. Eitthvað verður teigað um kvöldið.17 júní 2006

Handbolti


Eftir glæsilegan leik íslenska handboltalandsliðsins síðastliðinn sunnudag ákvað ég að fjárfesta í miðum á síðari leikinn sem fram fer í dag. Sannarlega verður það hressandi ef Ísland tekur þetta. Áfram Ísland!15 júní 2006

Vondur dagur í dag...


... og ekki orð um það meir.12 júní 2006

Viðurstyggð


Ég er ekki frá því að nýja Orkuveitu Reykjavíkur auglýsingin sé sú versta í sögu íslenskrar auglýsingagerðar.09 júní 2006

Deiling


Jáhá, hver man ekki eftir Dos Pilas um miðbik 10. áratugarins? Álpaðist til að rekast á lagið BETTER TIMES á netinu og ákvað að deila því með ykkur lesendum. Efast ekki um að einhverjir eigi eftir að fá hressandi flashback frá unglingsárunum. Njótið.08 júní 2006

Upphafið að frábærum ferli?


Ég fjárfesti í fyrsta skipti í verðbréfum í dag og er óhætt að segja að það hafi verið afar hressandi.