BLOGGIÐ

02 mars 2006

Vitleysugangurinn veður uppi


Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að fyrirtæki auglýsi 0% vexti á hlutum í x fjölda ára. Slíkar auglýsingar eru að sjálfsögðu alger blekking þar sem það er einfaldlega búið að bæta vöxtum inn í svokallað "staðgreiðsluverð". Því til stuðnings bendi ég á að tvisvar sinnum hef ég keypt hlut sem auglýstur var með slíkum hætti en fékk ávallt ríflegan afslátt þar sem ég staðgreiddi. Þessi afsláttur samsvaraði rúmlega 20% vöxtum.


Nýjasti vitleysugangurinn er hjá BTnet þar sem auglýst er "Frí fartölva". Til þess að fá þessa "fríu" fartölvu þarftu einfaldlega að skuldbinda þig til að kaupa netþjónustu í 36 mánuði og borga 5.990,- á mánuði. Þessa sömu þjónustu má hinsvegar fá á 3.890, ef þú tekur ekki "fríu" fartölvuna með. Hvað í ósköpunum er að?






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli