BLOGGIÐ

27 mars 2006

Pínu vonbrigði


Kom höndum yfir nýja Streets diskinn í gær. Er búinn að renna honum tvisvar í gegn og því miður eru vonbrigðin ekki víðs fjarri. Ágætir sprettir inn á milli, en heildin ekki nálægt fyrri diskum sveitarinnar. Ekki nógu gott.

23 mars 2006

Stupid !


Hvað ætli margir vitleysingar skrái sig í ÞETTA ? Nenni ekki einu sinni að færa rök fyrir því afhverju þetta mun ekki virka þar sem vitleysugangurinn er svo yfirgengilegur.18 mars 2006

Já, það er satt, þetta er ný bloggfærsla !


Jæja, menn eru búnir að vera meira en lítið latir við bloggið. Það er bara búið að vera svo mikið að gera að ég var um tíma bara búinn að gleyma þessari síðu minni.


Nú er lokaspretturinn í BS náminu hafinn. Eftir 2 mánuði og 5 daga verður BS rigerðinni skilað og grunnnáminu lokið. Við tekur hressandi sumarfrí, sem verður að hluta til eytt á ströndum Kanarí, og svo í september hefst meistaranámið. Sá mánuður byrjar þó með viðburði aldarinnar ;)02 mars 2006

Vitleysugangurinn veður uppi


Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að fyrirtæki auglýsi 0% vexti á hlutum í x fjölda ára. Slíkar auglýsingar eru að sjálfsögðu alger blekking þar sem það er einfaldlega búið að bæta vöxtum inn í svokallað "staðgreiðsluverð". Því til stuðnings bendi ég á að tvisvar sinnum hef ég keypt hlut sem auglýstur var með slíkum hætti en fékk ávallt ríflegan afslátt þar sem ég staðgreiddi. Þessi afsláttur samsvaraði rúmlega 20% vöxtum.


Nýjasti vitleysugangurinn er hjá BTnet þar sem auglýst er "Frí fartölva". Til þess að fá þessa "fríu" fartölvu þarftu einfaldlega að skuldbinda þig til að kaupa netþjónustu í 36 mánuði og borga 5.990,- á mánuði. Þessa sömu þjónustu má hinsvegar fá á 3.890, ef þú tekur ekki "fríu" fartölvuna með. Hvað í ósköpunum er að?01 mars 2006

Pirr


Ég þjáist af Tinnitus and it sucks!