BLOGGIÐ
08 desember 2005
Arthúr
Rakst á íslenska netmyndasögu í einni lærdómspásunni í dag. Alger snilld og ÞESSI er bara brilliant.
Af lærdómnum er það annars að frétta að hann gengur svosem bærilega; búinn að læra nokkrar stærðfræðisannanir í dag en þó slatti eftir. Eins og gefur að skilja er sannanalærdómur í augum flestra langt frá því að vera hressandi en ég hughreysti mig þó við að þetta er a.ö.l. í síðasta skiptið sem þess er þörf.