BLOGGIÐ

17 desember 2005

Bjargvættur próflestursins


Lagið "Look like that" með Violent Femmes er algerlega búið að bjarga mér í próflestrinum. Ósjaldan hefur maður orðið endalaust pirraður og ekki nennt að standa í þessu lengur, en þá hefur maður gripið til hlustunar þessarar snilldar og fyrr en varir er maður kominn í gott skap og byrjaður aftur á fullu. Lagið er hægt að "blasta" HÉR.


Annars er síðasta próf annarinnar á mánudaginn og við tekur langþráð jólafrí sem verður nýtt í lestur góðra bóka og hæfilega drykkju jólabjórs (þ.e.a.s. að loknum 8 tíma vinnudegi í banka allra landsmanna).08 desember 2005

Arthúr


Rakst á íslenska netmyndasögu í einni lærdómspásunni í dag. Alger snilld og ÞESSI er bara brilliant.


Af lærdómnum er það annars að frétta að hann gengur svosem bærilega; búinn að læra nokkrar stærðfræðisannanir í dag en þó slatti eftir. Eins og gefur að skilja er sannanalærdómur í augum flestra langt frá því að vera hressandi en ég hughreysti mig þó við að þetta er a.ö.l. í síðasta skiptið sem þess er þörf.05 desember 2005

Próf-tími


Eftir 11 klukkustundir hefst fyrsta prófið og eftir 326 klukkustundir verður síðasta prófinu lokið. Eitthvað verður gaman þá, já já já, já já, já já.03 desember 2005

Vont start


Prófþreyta plagar mig og prófin eru ekki byrjuð.