BLOGGIÐ
13 nóvember 2005
Súra helgin
Í kvöld áttaði ég mig þá á því að ég hafði ekki stigið út fyrir hússins dyr í ca. 50 klukkustundir. Stærðfræðilærdómur hertók helgina og gerði maður því fátt annað en að reikna út hagkvæmustu stýringu breyta til að hámarka ýmis föll yfir tíma. Ég er þó ákveðinn í því að einhvern tímann á lífsleiðinni mun ég nota þá Optimal Control þekkingu sem maður hefur öðlast yfir helgina.
Sagði einhver NÖRD ?