BLOGGIÐ
07 nóvember 2005
Ósmekklegheit
Ég er ekki frá því að sjónvarpsauglýsingar thai-búllunnar Mekong séu einar þær verstu sem sést hafa í íslenskum ljósvakamiðlum. Fátt er meira óspennandi en að hlusta á smjatt yfir afar ósmekklegu myndskeiði (sem er spilað aftur á bak og hefur greinilega verið tekið upp þannig að leikarinn hefur þurft að stinga vænum skammti af núðlum uppí sig og dregið þær síðan út). Þessar auglýsingar kalla ekki neitt annað fram en flökurleika og lystarleysi, en það er eitthvað sem matsölustaðir ættu ekki að leitast við að fá út úr auglýsingum sínum.
Þessi Mekong ræma er verri auglýsing en Kallakaffi er slæmt sjónvarpsefni, og þarf þar mikið til. Fuss og svei, nei nei nei!