BLOGGIÐ

24 nóvember 2005

Innilokun


Jæja. Núna hef ég endanlega ákveðið og loka mig inni til 19. desember ef viðvera á sunnudagstónleikum ofurbandsins Sigur Rósar er undanskilin. Ástæðuna má rekja til dvínunnar lærdómsneista yfir veturinn sem er að ég held aðallega tilkominn vegna ósveigjanleika skorarformanns hagfræðideildar í upphafi annarinnar. Nú þýðir ekkert nema að bretta upp ermarnar og massa jólaprófin.


Um jólin verð ég því ekki lengur hagfræði heldur hagfræðing og aðeins ur-ið eftir, en það kemur vonandi að loknum sumarprófum. Góðar stundir.






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli