BLOGGIÐ
29 október 2005
Þannig fór nú það
Fór á opnun BT í Smáralind í dag. Mætti rétt fyrir 9 og höfðu þá þegar safnast saman nokkur hundruð manns í röð. Varð því að sætta mig við að þetta væri ekki dagurinn sem ég eignaðist Playstation. Ekkert Singstar í kvöld, sem er kannski ágætt þar sem ég kann ekkert að syngja.