BLOGGIÐ
22 september 2005
Auglýsingar í blöðum
Það er magnað hvar vitleysa getur vaðið uppi en hana má t.a.m. finna á auglýsingaflötum blaða.
Dæmi:
Pizza Hut auglýsir sérstakt september tilboð. Tvær miðlungs pizzur, brauðstangir og gos á 2.990,-. Það er dýrara að taka þetta tilboði en að panta nákvæmlega sama pakka í tvennutilboði, sem er jú alltaf í gangi.
Papinos eru búnir með stóru kassana sína og bjóða því upp á 12" pizzur í staðinn. Þetta útskýra þeir á þá leið að það hafi orðið gífurleg söluaukning hjá þeim. Þetta er langt undir meðalmennsku í rekstri fyrirtækis. Ef menn eru svo skammsýnir að slíkt gerist ættu þeir bara að snúa sér að einhverju öðru. Það kæmi mér ekki á óvart ef pepperoni kláraðist hjá þeim á morgun og þeir myndu auglýsa það.
KFC auglýsti tilboð á mais-stönglum. 4 bitar á 330 og 6 bitar á 550. Hmm, meðalverðið á stöngli í 4 stöngla tilboði er 82,5 kr. en meðalverðið á næstu tveimur stönglum (meðaljaðarverðið) er 110 kr. Eru menn með "magnálagningu" viljandi eða eru þeir bara með greindarvísitölu sem er lægri en meðalhitastigið á Íslandi?
Hvað er málið með setningarnar: "Gildir aðeins ef sótt er", "Gildir eingöngu þegar sótt er" og "Tilboð aðeins afgreitt fyrir tvo eða fleiri" ? Persónulega finnst mér orðin "aðeins" og "eingöngu" virka ruddaleg auk þess sem þau eru gjörsamlega óþörf. "Gildir þegar sótt er". Er þetta ekki nákvæmlega sami boðskapurinn ?
Gæti rakið mun fleiri dæmi hér en ætla að láta þetta nægja í bili.