BLOGGIÐ

25 september 2005

Movin´ on up


Það er aldeilis að maður ber glæsilegan og spekilegan titil í nýju vinnunni.


23 september 2005

Þvílík spenna


Horfði á 1. þáttinn í 2. seríu af Lost í gær. Það er ekki hægt að segja að það hafi vantað spennuna í þann þátt. Undir lokin finnst manni meira að segja ÞETTA hugljúfa lag orðið meira en lítið "creapy". Snilldarþættir alveg hreint.22 september 2005

Auglýsingar í blöðumÞað er magnað hvar vitleysa getur vaðið uppi en hana má t.a.m. finna á auglýsingaflötum blaða.


Dæmi:


Pizza Hut auglýsir sérstakt september tilboð. Tvær miðlungs pizzur, brauðstangir og gos á 2.990,-. Það er dýrara að taka þetta tilboði en að panta nákvæmlega sama pakka í tvennutilboði, sem er jú alltaf í gangi.Papinos eru búnir með stóru kassana sína og bjóða því upp á 12" pizzur í staðinn. Þetta útskýra þeir á þá leið að það hafi orðið gífurleg söluaukning hjá þeim. Þetta er langt undir meðalmennsku í rekstri fyrirtækis. Ef menn eru svo skammsýnir að slíkt gerist ættu þeir bara að snúa sér að einhverju öðru. Það kæmi mér ekki á óvart ef pepperoni kláraðist hjá þeim á morgun og þeir myndu auglýsa það.KFC auglýsti tilboð á mais-stönglum. 4 bitar á 330 og 6 bitar á 550. Hmm, meðalverðið á stöngli í 4 stöngla tilboði er 82,5 kr. en meðalverðið á næstu tveimur stönglum (meðaljaðarverðið) er 110 kr. Eru menn með "magnálagningu" viljandi eða eru þeir bara með greindarvísitölu sem er lægri en meðalhitastigið á Íslandi?Hvað er málið með setningarnar: "Gildir aðeins ef sótt er", "Gildir eingöngu þegar sótt er" og "Tilboð aðeins afgreitt fyrir tvo eða fleiri" ? Persónulega finnst mér orðin "aðeins" og "eingöngu" virka ruddaleg auk þess sem þau eru gjörsamlega óþörf. "Gildir þegar sótt er". Er þetta ekki nákvæmlega sami boðskapurinn ?Gæti rakið mun fleiri dæmi hér en ætla að láta þetta nægja í bili.16 september 2005

Alltaf sama veldið á kallinum


Já, menn voru bara rétt í þessu að ganga frá pöntun á pókerborði frá Bandaríkjunum. Var með svipað eintak í láni á síðasta pókerkvöldi og vakti það stormandi lukku. Ákvað því að skella mér á eitt kvikindi frekar en að þurfa alltaf að fá það lánað í tíma og ótíma (þar sem póker er jú spilaður í tíma og ótíma). Menn eru því að verða nokkuð vel settir í pókergræjum, þar sem ég keypti alvöru chippa í Danmörku í síðasta mánuði á fáránlegri útsölu.


Ég hef ekki hugmynd um hvenær borðið kemur til landsins en eflaust á ég eftir að auglýsa ánægju mína þegar það gerist.
15 september 2005

Update


Jæja, þá hefur maður náð að laga þessa blessuðu heimasíðu en nýtt lúkk mun fá að bíða betri tíma. Helst er það að frétta að kallinn var í CBS í ágúst og fékk þar staðfestingu á þeim hörmungarfréttum að ljúka þyrfti nokkrum leiðindafögum til að fá inngöngu í skólann. Námið þetta árið hefur því tekið umtalsverðum breytingum og áhugaverð fög hafa fengið að fjúka fyrir óáhugaverðum.


Í tilefni endurkomu (ó)reglulegra uppfærslna bloggs síðunnar fylgir fluga þessu innslagi og má nálgast hana HÉR.01 september 2005

Opnun / Lokun


Ekkert getað kíkt á Dreamweaver og því þarf ég að skella Bailey´s á þetta blogg í smá tíma. Stefni á að kíkja á þetta í mánuðinum.