BLOGGIÐ

10 maí 2005

Allt tekur enda


Jæja, nú fer að styttast í próflok. Það er þó aldeilis einkennilegt að ég get engan veginn hugsað mér að djamma síðasta prófdag, en ég hef þó ákveðið að "pína" mig í það. Það verður því opið hús hjá mér næsta laugardag. Fólk getur sest niður, drukkið öl og spjallað við annað fólk í góðum fílíng undir hugljúfri tónlist, auk þess sem fólki er frjálst að taka sporið. Hver veit nema maður skelli Súperman með Ladda á fóninn nokkrum sinnum. Þeir sem vilja æfa sig heima geta smellt HÉR og tekið nokkur rennsli.






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli