BLOGGIÐ

31 maí 2005

Aðvörun


Heita borðið í Nóatúni er stútfullt af ómeti og má búast við töluverðum magaverkjum í kjölfar neyslu.



30 maí 2005

Eyðilegging


Fékk einkunn í dag. Mun ekki brosa út þessa viku a.m.k.



29 maí 2005

Góð kaup


Fyrir stuttu álpaðist ég inn í ritfangabúð og sá þar til sölu DVD disk. Þessi diskur inniheldur gömlu Limbó þættina sem sýndir voru snemma á tíunda áratugnum, auk sketcha frá Radíusbræðrum og Tvíhöfða. Ég gat ekki stillt mig um að skella tveimur sketchum inná síðuna og má nálgast Radíus HÉR en Tvíhöfða HÉR. Ég mæli með því að fólk reyni að næla sér í eintak af þessari snilld.



20 maí 2005

Eurovision


Þetta var nú meira ruglið í gær. Ég er bara varla ennþá að trúa þessu. Og að Danmörk skyldi komast áfram... En nú er allavega bara málið að halda með Noregi.


Mér finnst að það ætti að reka flest lönd Austur-Evrópu úr keppninni, þau geta bara haldið sýna eigin keppni til að "mafíast" í og látið okkur hin í friði.



18 maí 2005

Djúpar Evrusýnar-pælingar


Úff... erum við að tala um Eurivision 2006 - Reykjavík? Ég spái því allavega... eða Bergen jafnvel...



14 maí 2005

Tíminn líður hægt


20 mín í að síðasta prófið hefjist, 200 mín þangað til því hefur verið lokið. Ekki amalegt að vera 2/3 hagfræðingur.



10 maí 2005

Allt tekur enda


Jæja, nú fer að styttast í próflok. Það er þó aldeilis einkennilegt að ég get engan veginn hugsað mér að djamma síðasta prófdag, en ég hef þó ákveðið að "pína" mig í það. Það verður því opið hús hjá mér næsta laugardag. Fólk getur sest niður, drukkið öl og spjallað við annað fólk í góðum fílíng undir hugljúfri tónlist, auk þess sem fólki er frjálst að taka sporið. Hver veit nema maður skelli Súperman með Ladda á fóninn nokkrum sinnum. Þeir sem vilja æfa sig heima geta smellt HÉR og tekið nokkur rennsli.



02 maí 2005

Meira stress


Tveir tímar í Þjóðhagfræði III próf og maginn vægast sagt órólegur. Það er augljóst að maður hefur haft alltof hátt "rhó" á þessarri önn, en það hefur verið í líkingu á við versta heróínfíkil (hagfræðinördahúmor).