BLOGGIÐ

17 apríl 2005

Versta smáauglýsing allra tíma


Einstaka sinnum á ég það til að kíkja yfir smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu. Það er þó yfirleitt ef blaðið er frekar þunnt og maður nennir ekki alveg að leggja það frá sér strax.


Í blaðinu í dag rakst ég á auglýsingu sem á vafalaust tilnefningu skilið í flokknum "Versta smáauglýsing allra tíma". Auglýsingin hjóðar svo:


Atvinna óskast
ÓSKA EFTIR vel launuðu starfi fyrir manninn minn. Vinnutími skiptir ekki máli enda maðurinn afar duglegur. Hann er auk þess samviskusamur, skemmtilegur og umfram allt fljótur að læra. Uppl. 8497471.


Þessi auglýsing er vægast sagt sorgleg og líklegast er þessi tiltekni maður ekki uppá marga fiska. Ennfremur var "vel launað starf" helvíti gott "touch" ofan á bjánaskapinn. Ef einhver svarar þessari auglýsingu verður það vægast sagt merkilegt.






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli