BLOGGIÐ
06 apríl 2005
Svar við gátu gærdagsins
Gríðarlegt álag var á commentakerfinu í gær þannig að aðeins einn náði að koma svari sínu í gegn... nú eða þá að mikils áhugaleysis gætti gagnvart gátunni.
Anywho, til að svara gátunni þarf að átta sig á því hvert hlutfallið milli bókasafnsfræðinga og sölumanna er. Ef það eru meira en fjórum sinnum fleiri sölumenn en bókasafnsfræðingar eru meiri líkur á að Jón einhleypi sé sölumaður. Ég býst passlega við því að það séu mikið meira en 4 sölumenn á hvern bókasafnsfræðing og því eru (mun) meiri líkur á því að Jón sé sölumaður.
Að lokum vill ég kunngjöra ánægju mína vegna niðurstöðu prófs, sem ég bloggaði um nýlega rétt eftir að ég hafði gengið út úr því. Bjóst ég við ca. 4 í einkunn en niðurstaðan varð 7,5, sem setur mig í topp 10 hópinn. Það væri því sannkallaður gleðidagur í dag, ef ég þyrfti ekki að fara að vinna í fyrirlestri langt fram á nótt, sem ber þann skemmtilega titil : Áhrif framkvæmdanna fyrir austan á ýmsar hagstærðir. Össsss... !!!