BLOGGIÐ
20 apríl 2005
Prófin eru byrjuð
Í upphafi annarinnar var tilkynnt að í faginu Fjármálamarkaðir yrði ekkert formlegt próf heldur heimapróf, sem er þannig að maður þarf að skrifa nokkrar "ör-ritgerðir", samtals 13 blaðsíður. Þetta þótti mér sérdeilis prýðilegt, og hugsaði ég með sjálfum mér á þeim tíma að þetta yrði ekkert mál.
Öðruvísi hefur farið en á horfðist. Samkvæmt áætlun hefði ég átt að vera búinn með þetta í dag, en ég hef því miður aðeins lokið 7,5 bls. Þetta frávik frá áætlaðri framleiðni minni í ritgerðasmíðum mun því koma beint niður á þjóð- og rekstrarhagfræðilærdómi. Ef einhver lumar á 2-3 bls. af samanburði á Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Bandaríkjanna má sá hinn sami endilega vera í bandi.