BLOGGIÐ

27 apríl 2005

(Ó)hóflegt


Nýlega var ég að vafra um á netinu til að kynna mér hvaða netfyrirtæki byði besta verðið miðað við ýmsa þætti sem ekki verða upptaldir hér. Ég rak upp stór augu þegar ég sá Tilboðsleið 3 hjá Símanum. Hún hljómar svona:


Þú færð ADSL 6000 með ótakmörkuðu niðurhali**, öryggispakka og fimm netföngum á 5.790 kr. á mánuði.


Hmmm, ótakmarkað niðurhal og síðan eitthvað smátt letur hugsaði ég með mér. Renndi því augunum neðar á síðuna. Þar stóð:


**Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, sé hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Síminn mun þá senda viðkomandi tölvupóst þar sem hann verður aðvaraður varðandi frekari niðurhali. Bregðist hann ekki við mun Síminn takmarka þjónustuna tímabundið.


Hvað er eiginlega verið að segja hérna ? Það er auglýst ótakmarkað erlent niðurhal en samkvæmt neðanmálsgreininni verður það að vera hóflegt. Hver er skilgreiningin á hóflegu og af hverju er hún ekki kynnt með tilboðinu ? Má fólk sem downloadar mikið virkilega búast við tölvuskeyti sem hljómar svona: "Þú hefur ekki gætt hófs í erlenda niðurhalinu þínu og því ætlum við að takmarka tengingu þína... en þú þarft samt að borga sama verð... auli!".


Af hverju auglýsa þeir ekki bara ótakmarkað hóflegt erlent niðurhal eða ótakmarkað erlent niðurhal í hófi ? Vegna þess að það hljómar heimskulega ? En er þessi framsetning Símans virkilega eitthvað gáfulegri ?






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli