BLOGGIÐ
01 apríl 2005
Feit skita
Nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins drullaði lengra uppá bakið á sér en ég hélt að væri mögulegt í dag. Í hádegisfréttum var hann í viðtali og hljómaði það nokkurn veginn svona:
Fréttamaður: Hefurðu átt fund með formanni útvarpsráðs nýlega ?
Auðunn: Nei, ekki nýlega.
Fréttamaður: En nú hef ég öruggar heimildir fyrir því að þið hafið átt fund í hádeginu í gær. Ertu þá að neita því að þú hafir hitt formann útvarpsráðs í gær ?
Auðunn: Uuu, ég man bara ekki nákvæmlega hvenær þessi fundur var haldinn.
Síðan kom eitthvað mjög vandræðalegur kafli. Lok viðtalsins hljómuðu einhvern veginn svona:
Fréttamaður: En geturðu neitað fyrir það að þessi fundur hafi verið haldinn í gær ?
Auðunn: Nei, það ætla ég ekki að gera.
Fréttamaður: En nú neitaðir þú því í upphafi viðtalsins að þessi fundur hafi verið haldinn nýlega.
Auðunn: Þessi fundur var trúnaðarmál.
Össs, nú líst mér ekki á blikuna.