BLOGGIÐ
09 febrúar 2005
Videoleiguþvæla - Episode II : Lindi strikes back
Titill: Vegna kröfu 482404
Frá: Erlendur Davíðsson (erlendd@hi.is)
Dagsetning: mið, febrúar 9, 2005
Til: intrum@intrum.is
Forgangur: Hár
Góðan daginn.
Þetta bréf er skrifað vegna kröfu ykkar á hendur mér.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan fékk ég rukkun frá ykkur vegna skuldar við Videoheima að upphæð kr. 2000,-. Hringdi ég næsta dag eftir að þessi rukkun hafði borist mér og tjáði þjónustufulltrúa ykkar að þessi krafa væri ekki réttmæt, þar sem að engri spólu hafi ég skilað of seint. Tjáði þjónustufulltrúi ykkar mér að hún myndi láta forsvarsmenn Videoheima vita af þessu.
Nokkru síðar fékk ég aðra rukkun frá ykkur. Aftur hringdi ég uppeftir til ykkar, og var mér þá tjáð að fyrri yfirlýsing mín hafi ekki verið tekin trúanleg. Aftur lýsti ég yfir sakleysi mínu í þessu máli og var ég þá spurður hvort ég hefði fengið skilamiða, þ.e. kvittun fyrir því að ég hafi skilað spólunni á réttum tíma.
Engan skilamiða fékk ég frá Videoheimum, enda tíðkast það ekki að vídeoleigur, hvorki þessi né önnur, afhendi slíka miða við hver skil. Ef að önnur vinnubrögð tíðkast á Videoheimum, þ.e. að hver og einn kúnni fái "skilamiða" við hver skil óska ég hér með eftir gögnum um það.
Ég mótmæli þessari kröfu og mun mótmæla henni fari hún fyrir dóm. Krefst ég þess ennfremur að hún verði afmáð. Verði það gert verða ekki frekari eftirmál af minni hálfu.
Erlendur Davíðsson
kt. 111079-3079
Fylgist með lokauppgjöri þessarar hörkuspennandi trílógíu, en síðasta hluta hennar er að vænta fljótlega.