BLOGGIÐ
10 janúar 2005
Videoleiguþvæla
Fyrir þó nokkru síðan fékk ég bréf frá Intrum Justica þar sem mér var gert að greiða fyrir vídeóspólu sem ég á að hafa skilað seint árið 2002. Hringdi ég uppeftir í þá og tjáði þeim að þetta væri einhver misskilningur, þar sem ég hafi ekki skilað neinni spólu of seint. Sagði þjónustufulltrúinn þá mér að þeir myndu láta Videoheima vita af þessari yfirlýsingu minni. Í dag fékk ég síðan annað bréf. Hringdi aftur uppí Intrum og tjáði þeim að ég hafi hringt til þeirra áður og sagt þeim að þetta væri misskilningur. Segir þá þjónustufulltrúinn við mig að þessu hafi verið komið til skila til Videoheima, en þeir ekki tekið mig trúanlegan. "Á nú að fara að rukka mig fyrir spólu sem ég skilaði á réttum tíma auk allhás rukkunarkostnaðar ?" spyr ég. "Ertu með skilamiða ?" spyr hún á móti.
Nú spyr ég: "Hver biður um skilamiða í hvert einasta skipti sem hann skilar mynd og geymir þá síðan?"