BLOGGIÐ

18 janúar 2005

Listi yfir tvö prýðilegheit* sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara


1. Myndin Million Dollar Baby eftir Clint Eastwood. Prýðismynd, prýðishandrit og prýðilegir leikarar. Þessi mynd er ekkert annað en stök prýði (viðkvæmum er þó bent á að prýðilegt getur verið að hafa vasaklút við hendina).


2. CSI : New York. Sama formúla og í hinum þáttunum nema búið er að taka út öll hallærislegheit. Gary Sinise stendur sig með stakri prýði.


Lesendur mega í framhaldi þessa lista búast við því að orðið prýðilegt verði ekki notað á síðunni aftur á þessu ári.


* Prýðilegheit er ekki til í fleirtölu í íslensku, en ég tek mér leyfi til þess að gera það hér.






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli