BLOGGIÐ
19 desember 2004
Truflun
Við konan vorum vakin klukkan 6 í nótt þegar "ástsælir" nágrannar okkar komu heim úr bænum, smelltu ÞESSU lagi í spilarann og blöstuðu græjurnar sínar í hvínandi botn. Þótti okkur þetta miður skemmtilegt, þar sem við fórum bæði að sofa um 3 og ætluðum að vakna klukkan 8. Eyrnatappar dugðu ekki til, og því þurfti ég að hringja á lögregluna þegar nokkur lög höfðu runnið í gegn og ljóst var að þau voru ekkert að fara að slökkva á græjunum í bráð. Á dauða mínum átti ég von á, en ekki að ég myndi nokkurn tímann hringja í lögregluna vegna hávaða. Lögreglan kom skömmu síðar og tók græjurnar úr sambandi. Þessi svefnröskun hefur valdið mér miklum óþægindum í próflestrinum í dag. Helvítis drasl...