BLOGGIÐ
22 desember 2004
Ble...
Var á hagfræðidjammi rétt áðan og fékk yfir 15 handatök og þakkir frá fólki sem ég hef séð í tímum, en kannast ekki neitt við. Þetta fólk vildi allt þakka mér kærlega fyrir glósur úr meðal annars Tölfræði II, Hagrannsóknum I eða Þjóðhagfræði II. Þar sem ég lét aðeins þrjár manneskjur hafa þessar glósur er greinilegt að þetta hefur allt dreifst út, sem er allt í góðu. Kallinn mun áfram dreifa út brilliant glósum, þannig að fólk sem fylgist ekki með í tímum getur alveg eins sleppt því að mæta og reytt sig á Lindann sinn. Allt fyrir ykkur sem málið varða. Er blindfullur núna að blogga þetta núna... veit ekkert hvað ég er að gera... jamm, jamm, og að lokum, æi, veit ekkert hvað ég á að skrifa þannig að enn og aftur, góðar stundir.
P.S. Ef það eru einhverjar stafsetningarvillur hér að ofan vil ég biðja Eirík Hugsjónardrusluhöfund og gagnrýnanda stafsetningar minnar, kærlega afsökunnar.