BLOGGIÐ
15 nóvember 2004
"Veikindi" kennara
Það er hreint ótrúlegt hvað manni blöskrar við að sjá hversu margir grunnskólakennarar mættu ekki til vinnu í dag. Ef ég væri skólastjóri í einhverjum af grunnskólum landsins myndi ég reka hvert eitt og einasta kvikindi sem væri á launaskrá hjá mér. Að sjálfsögðu væri það ekki hægt í fyrstu, en það væri ekki óhugsandi að gera langtímamarkmið, t.d. vera búinn að losa mig við alla fyrir haustönn 2006.
Ef kennarar eru svona óánægðir með launin sín af hverju hætta þeir þá ekki? Jú, þeir sem hætta ekki, en eru samt "óánægðir", telja líklega að laun þeirra felist í meiru en peningagreiðslum, eins og t.d. ánægju af því að kenna krökkum, atvinnuöryggi o.s.frv. Laun kennara eiga aldrei eftir að hækka hlutfallslega meira en annarra stétta fyrr en framboðsskortur verður á vinnuafli.
P.S. Þeir kennarar voru fyrir utan Alþingi um daginn, hömuðust á bílflautum, fleygðu bönunum á jörðina, öskruðu "skítapakk" og létu almennt öllum illum látum er bent á að skammast sín.