BLOGGIÐ
28 nóvember 2004
Meðmæli vikunnar
Héldum spilakvöld í gær þar sem boðið var upp á hið splunkunýja Popppunktsspil. Ekki er hægt að segja annað en að þetta spil sé sérdeilis prýðilegt, þar sem það fór einstaklega vel í mannskapinn. Án efa verðandi klassík. Popppunktsspilið á hvert heimili, já takk!