BLOGGIÐ

29 nóvember 2004

Ég er fokking brjálaður


Í dag voru framin hryðjuverk á hárinu mínu. Hinn lærði klippari lýsti ábyrgð á hendur sér en lét mig samt borga fyrir helvítis klippinguna. Það væri gaman að vita hversu margir hafa lent í því að hafa beðið um að hárið þeirra væri snyrt en gengið úr stólnum nánast sköllóttir.


Vegna þessa má fólk búast við að sjá mig aldrei án húfu næstu tvo mánuði. Lindi verður ekki samur næstu 10 mánuði.28 nóvember 2004

Meðmæli vikunnar


Héldum spilakvöld í gær þar sem boðið var upp á hið splunkunýja Popppunktsspil. Ekki er hægt að segja annað en að þetta spil sé sérdeilis prýðilegt, þar sem það fór einstaklega vel í mannskapinn. Án efa verðandi klassík. Popppunktsspilið á hvert heimili, já takk!26 nóvember 2004

Snoop´a loop


Snoop Dog var í heimsókn hjá Jay Leno í gær. Þar upplýsti hann meðal annars að hann væri að fara af stað með nýja g-strengja undirfatalínu fyrir kvennmenn. Þessa lína heitir því skemmtilega nafni: "Snoop on the Poop". Usssss...24 nóvember 2004

Stólastríð


Við Edda keyptum okkur skrifborðsstól í gær. Þessi stóll er svo frábær að ég sé fram á miklar orrustur milli mín og hennar um stólinn góða í yfirvofandi prófalestri. En það er bara gaman að því...22 nóvember 2004

I´m Ron Burgundy ?


Rakst á hressandi lag um daginn sem er miðpunktur í einu fyndnasta atriði sem ég hef nokkurn tíman séð í bíómynd. Ég er ekki frá því að hlustun á þessu lagi sé frábær aðferð til að slappa af og komast í gott skap. Nú er bara um að gera, kæri lesandi, að þú slökkvir ljósin, kveikir á kertum og reykelsi, hallir stólnum þínum aftur, smellir HÉR og njótir þín.16 nóvember 2004

A Blast From The Past


Nýlega komst ég yfir skrá sem innheldur hvorki meira né minna en 133 gamla Nintendo tölvuleiki, ásamt forriti til að spila þá í PC tölvu. Hver man ekki eftir snilldarleikjum á borð við Double Dragon II, Megaman 1-4, Teenage Mutant Ninja Turtles, Skate or die, Paperboy eða Super Mario 1-3 ? Ég hef því ákveðið að endurvekja gamlar minningar um æskuár mín í jólafríinu og klára megnið af þessum leikjum, aftur.


Ef þig langar einnig að rifja upp gamla tíma geturðu smellt HÉR og upplifað snilldina, aftur.15 nóvember 2004

"Veikindi" kennara


Það er hreint ótrúlegt hvað manni blöskrar við að sjá hversu margir grunnskólakennarar mættu ekki til vinnu í dag. Ef ég væri skólastjóri í einhverjum af grunnskólum landsins myndi ég reka hvert eitt og einasta kvikindi sem væri á launaskrá hjá mér. Að sjálfsögðu væri það ekki hægt í fyrstu, en það væri ekki óhugsandi að gera langtímamarkmið, t.d. vera búinn að losa mig við alla fyrir haustönn 2006.


Ef kennarar eru svona óánægðir með launin sín af hverju hætta þeir þá ekki? Jú, þeir sem hætta ekki, en eru samt "óánægðir", telja líklega að laun þeirra felist í meiru en peningagreiðslum, eins og t.d. ánægju af því að kenna krökkum, atvinnuöryggi o.s.frv. Laun kennara eiga aldrei eftir að hækka hlutfallslega meira en annarra stétta fyrr en framboðsskortur verður á vinnuafli.


P.S. Þeir kennarar voru fyrir utan Alþingi um daginn, hömuðust á bílflautum, fleygðu bönunum á jörðina, öskruðu "skítapakk" og létu almennt öllum illum látum er bent á að skammast sín.