BLOGGIÐ
15 október 2004
Tilhlökkun og fingurinn
Í kvöld fer kallinn á sjöttu tónleika sína með einni af uppáhaldshljómsveitum sínum, Prodigy. Er þó eilítið hræddur um að verða fyrir vonbrigðum. En það kemur í ljós.
Ennfremur langar mig hér með að gefa Húsgagnahöllinni fingurinn fyrir svik og pretti. Keypti nefnilega tvo skrifborðsstóla hjá þeim á "50% afslætti". Þessi skrifborðsstóll reyndist vera hið mesta drasl. Í nýja vörulista þeirra er þetta "rosalega afsláttarverð", eins og sölumaðurinn orðaði það við mig, einfaldlega listaverð fyrir þennann skítagrip. En eitt er víst, ég mun ekki versla þarna aftur, og hvet ég alla sem þetta lesa að gera slíkt hið sama. Skítapakk!!!