BLOGGIÐ

29 október 2004

Það eru ekki allir...


... sem fá áskriftarleiðir nefndar eftir sér. Þeir sem vita ekkert hvað ég er að fara geta smellt hérna.17 október 2004

1 stk. nágranni...


... getur gert mann geðveikan. En þá er ekkert betra að gera í stöðunni en að reyna að sjá til þess að sá aðili flytji og mun ég fljótlega hefja róttækar aðgerðir til þess að það gerist. More on that later...


Prodigy voru fínir, en ég saknaði sárlega einhvers lags af Experience disknum. En svona er þetta bara...15 október 2004

Tilhlökkun og fingurinn


Í kvöld fer kallinn á sjöttu tónleika sína með einni af uppáhaldshljómsveitum sínum, Prodigy. Er þó eilítið hræddur um að verða fyrir vonbrigðum. En það kemur í ljós.


Ennfremur langar mig hér með að gefa Húsgagnahöllinni fingurinn fyrir svik og pretti. Keypti nefnilega tvo skrifborðsstóla hjá þeim á "50% afslætti". Þessi skrifborðsstóll reyndist vera hið mesta drasl. Í nýja vörulista þeirra er þetta "rosalega afsláttarverð", eins og sölumaðurinn orðaði það við mig, einfaldlega listaverð fyrir þennann skítagrip. En eitt er víst, ég mun ekki versla þarna aftur, og hvet ég alla sem þetta lesa að gera slíkt hið sama. Skítapakk!!!06 október 2004

Pirringur


Sá sem samdi Winmon vírusinn má rotna í helvíti. Tapaði yfir 25 GB af tónlist útaf þessum fábjána.