BLOGGIÐ
13 september 2004
Einfaldleiki helgarinnar
Á subbulegum skemmtistað um helgina settist hjá mér stelpa.
Stelpa: Hæ, ég heiti ****** (man ekki nafnið)
Ég: Sæl, Lindi.
Stelpa: Hvað segirðu, er ekkert verið að hözzla ?
Ég: Nei, það er nú eitthvað lítið um það.
Stelpa: Núnú... áttu nokkuð í nefið ?
Ég: Nei, en einn félagi minn á, hann er hérna einhverstaðar.
Stelpa: Frábært, geturðu fundið hann ?
Ég: Já já.
Við stöndum upp frá borðinu og stuttu seinna hitti ég félaga minn. Ég bið hann um að lána mér neftóbakið sem hann hafði verið með fyrr um kvöldið. Hann réttir mér það, sem ég rétti svo stelpunni og hugsa um leið með sjálfum mér hversu mikill öðlingur ég geti nú stundum verið. Stelpan lítur á dolluna.
Stelpa: Ertu ekki að fokkings grínast í mér !!!
Hún strunsar svo í burtu.
Augnabliki síðar átta ég mig á þessu... fannst þetta nú líka eitthvað skrítið allan tímann.