BLOGGIÐ
25 september 2004
Fávitaverðlaun vikunnar...
... hlýtur undanþágunefnd kennara. Til hamingju með þennann fría farmiða til helvítis.
19 september 2004
Sjötta árið í röð...
... sýnir Fram að þeir eru langbesta knattspyrnuliðið með því að daðra við fallsætið fram á síðasta deildarleik en halda sér þó ávallt í meistaradeildinni. Geri aðrir betur.
18 september 2004
Magnaður andskoti
Þetta verða bara allir að sjá.
13 september 2004
Einfaldleiki helgarinnar
Á subbulegum skemmtistað um helgina settist hjá mér stelpa.
Stelpa: Hæ, ég heiti ****** (man ekki nafnið)
Ég: Sæl, Lindi.
Stelpa: Hvað segirðu, er ekkert verið að hözzla ?
Ég: Nei, það er nú eitthvað lítið um það.
Stelpa: Núnú... áttu nokkuð í nefið ?
Ég: Nei, en einn félagi minn á, hann er hérna einhverstaðar.
Stelpa: Frábært, geturðu fundið hann ?
Ég: Já já.
Við stöndum upp frá borðinu og stuttu seinna hitti ég félaga minn. Ég bið hann um að lána mér neftóbakið sem hann hafði verið með fyrr um kvöldið. Hann réttir mér það, sem ég rétti svo stelpunni og hugsa um leið með sjálfum mér hversu mikill öðlingur ég geti nú stundum verið. Stelpan lítur á dolluna.
Stelpa: Ertu ekki að fokkings grínast í mér !!!
Hún strunsar svo í burtu.
Augnabliki síðar átta ég mig á þessu... fannst þetta nú líka eitthvað skrítið allan tímann.
12 september 2004
Meðmæli vikunnar...
... hlýtur myndin Cold Mountain. Prýðileg mynd og skemmtileg innsýn í lífið á þessum árum.
07 september 2004
Tilkynning dagsins
Nú geta áhugasamir tjékkað á nýjasta myndbandi Prodigy, því hægt er að downloada því á V.I.P. svæðinu. Njótið vel og góðar stundir.
05 september 2004
Hefur þú keyrt yfir kött ?
Jamm, einhverntímann er sumt fyrst, og í dag keyrði ég yfir kött. Það var þó óviljandi.
01 september 2004
Bloggið er byrjað aftur
Til hamingju með daginn lesendur !